Collection: Samningsvörur

Mobility Ehf og Sjúkratryggingar Ísland (SÍ) hafa gert samninga sín á milli um kaup á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum í ákveðnum flokkum fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.

Að sækja um hjálpartæki
Iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari eða læknir getur sótt um hjálpartæki. Umsókn berst til Sjúkratrygginga Íslands sem annað hvort veitir samþykki fyrir hjálpartæki eða synjun. Ef veitt er samþykki fyrir kaupum á hjálpartæki frá Mobility Ehf berst okkur sú beiðni rafrænt og við afgreiðum hana eins fljótt og auðið er. Vörur innan Reykjavíkur og nágrennis eru afhentar í verslun Mobility eða keyrðar út af okkur ef óskað er eftir því, vörur sem fara út á land eru sendar með flutningsaðila.

Mobility Ehf annast viðgerðir á þeim hjálpartækjum sem við erum með umboð fyrir. Hægt er að senda þjónustubeiðni á info@mobility.is eða hafa samband í síma 578-3600

Hér fyrir neðan er hægt að sjá þær vörur sem eru í samningi við SÍ