Skilmálar


Skilmálar Mobility.is 

Kæri notandi:
Vörur Mobility.is eru CE vottaðar og auk þess flestar prófaðar við Íslenskar aðstæður. Við bjóðum aðeins með vörur frá traustum framleiðendum og er hvergi slegið af gæðakröfum. Mobility.is er rekið af Mobility ehf. 

Við leggjum okkar metnað í að bjóða fyrsta flokks þjónustu. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti

Verð:
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatt. Verð er birt með fyrirvara um myndbrengl og/eða prentvillur og áskilur Mobility ehf sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.  Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Mobility ehf endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarkostnaður:
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.  

Sendingarmöguleikar:
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu
Vara heim utan höfuðborgarsvæðisins er send með hagstæðasta valkosti hverju sinni

Afhendingartími:
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar ef vara er til á lager annars má búast við 6-10 vikna afgreiðslufresti eftir að pöntun berst og staðfestingagreiðsla hefur átt sér stað. 

Skilafrestur og endurgreiðsla:
Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi með. 

Ekki er hægt að skila sérpöntuðum vörum

Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.  Reynist varan gölluð greiðir Mobility ehf fyrir endursendingu vörunnar.

Öryggi og greiðslumöguleikar
Allar greiðslur fara fram í gegnum posa eða millifærslu inn á reikning Mobility ehf.

Millifærslur:
Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: info@mobility.is 

Bankareikningur: 0370-26-580522 Kt:5805200220

Ef pöntun er ekki greidd innan tveggja daga telst pöntun ógild.

Greiðslukort:
Mögulegt er að greiða með pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum posa. 

Fyrirtækjaupplýsingar:
Mobility ehf
Súlunes 20
210 Garðabæ
Sími: 7893600
Netfang: info@mobility.is
VSK nr: 140778