Skilmálar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Mobility til neytenda.
Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Kæri viðskiptavinur:
Vörur Mobility ehf eru CE vottaðar og auk þess prófaðar við Íslenskar aðstæður. Við bjóðum aðeins vörur frá traustum framleiðendum og er hvergi slegið af gæðakröfum. Mobility.is er netverslun og er rekinn af Mobility ehf.
Við leggjum okkar metnað í að bjóða fyrsta flokks þjónustu. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti
1. Skilgreining
Seljandi er Mobility ehf, kennitala: 580520-022080, virðisaukaskattsnúmer 140778.
2. Verð og verðbreytingar
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með 24% virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur, gengisbreytingar og myndbrengl, áskilur Mobility ehf sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga, verðbreytingar birgja, gengisbreytinga eða skráningar. Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Mobility ehf endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.
3. Pantanir og tilboð
Verðtilboð er byggt á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendum viðmiðunarmyntum á útgáfudegi tilboðs. Réttur er áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.
Ef verðútreikningar tilboðs reynast rangir, áskilur Mobility ehf sér rétt til leiðréttingar á tilboðsverðum frá dagsetningu tilboðs þar til sölumaður hefur gengið frá sölupöntun í samráði við viðskiptavin.
Tilboðshafi skal fara vel yfir tilboðið og sjá til þess að vöruinnihald tilboðs sé til samræmis við það sem umbeðið er. Geri tilboðshafi ekki athugasemdir við vörur í tilboði skal líta svo á að um fullgilt tilboð sé að ræða og í samræmi við umbeðnar vörur.
Sérpöntuð vara er ekki pöntuð fyrr en bindandi samningur er kominn á milli aðila
Bindandi samningur er kominn á þegar skriflegt tilboð hefur verið samþykkt af móttakanda, hvort sem er munnlega, með undirskrift eða staðfestingu í tölvupósti, enda felist í því gagnkvæm skuldbinding, annars vegar um greiðslu kaupverðs og hins vegar um afhendingu vöru. Mobility ehf áskilur sér rétt til þess að krefjast innborgunar vegna sérpöntunar sem samsvarar ákveðinn hluta endanlegs kaupverð.
Sé vara sem keypt er í netverslun ekki sótt af kaupanda innan 14 daga frá kaupdegi áskilur Mobility Ehf sér rétt til að selja öðrum vöruna og stendur þá kaupanda til boða að bíða eftir næstu sendingu eða fá endurgreitt.
4. Persónuvernd
Seljandi fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.
5. Sendingarmöguleikar og kostnaður:
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram. Seljandi áskilur sér rétt til verðbreytinga á sendingarkostnaði vegna gjaldskrábreytinga hjá sendingaraðila.
-
Pakki á pósthús Íslandspósts - 1.290kr
- Pakki heim með Íslandspósti - 1.490kr
- Stór pakki á pósthús Íslandspósts - 3.490kr
- Stór pakki heim með Íslandspósti - 3.990kr
- Einnig er hægt að sækja vöru að kostnaðarlausu í verslun okkar að Urriðaholtsstræti 24, 210 Garðabæ
6. Afhendingartími:
Afhendingartími í netverslun er að jafnaði 2-4 virkir dagar. Því miður getum við ekki alltaf tryggt að ákveðin vara sé til á lager þegar netpöntun er tekin saman. Ef upp kemur sú staða þá látum við viðskiptavin vita með tölvupósti.
Afhendingartími pantana á sérsmíðuðum hjálpartækjum er að jafnaði 6-12 vikur eftir að staðfestingagreiðsla hefur borist. Aðrar vörur sem þarf að sérpanta eru að jafnað tilbúnar til afhendingar eftir 7-14 virka daga. Tafir geta alltaf átt sér stað í framleiðslu og flutningsferli og mun Mobility ehf því upplýsa viðskiptavin ef búast má við meiriháttar seinkun á afhendingu.
7. Skilafrestur og endurgreiðsla:
Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi með.
Ekki er hægt að skila sérpöntuðum vörum
Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Reynist varan gölluð greiðir Mobility ehf fyrir endursendingu vörunnar.
8. Öryggi
Allar greiðslur með greiðslukortum í vefverslun fara í gegnum örugga greiðslusíðu Teya eða Pei. Allar greiðslur í verslun fara fram í gegnum posa frá Teya eða Arion banka.
9. Greiðslumöguleikar
Mobility ehf býður uppá ýmsa greiðslumöguleika í netverslun og verslun.
Netverslun:
Mögulegt er að greiða í netverslun með kreditkorti, debetkorti og Pai.
Verslun:
Mögulegt er að greiða í verslun með kreditkorti, debetkorti, reiðufé, millifærslu* eða bankakröfu*
*Ef valið er að greiða með bankakröfu bætist greiðslugjald við kröfu
*Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir staðfestingu á greiðslu á netfangið info@mobility.is
10. Leiguskilmálar
- Við afhendingu leigubúnaðar staðfestir leigutaki þessa skilmála og að bindandi leigusamningur er kominn á milli leigutaka og leigusala, hvort sem það er munnlega, með undirskrift eða staðfestingu í tölvupósti.
- Leiguna er eingöngu unnt að greiða með kreditkorti, debetkorti, reiðufé, millifærslu eða bankakröfu, leigugjald er greitt við skil búnaðarins. Sé farið fram á greiðslu með bankakröfu bætist við greiðslugjald. Jafnframt samþykkir leigutaki að greiða tryggingagjald sem endurgreitt verður við skil á búnaði sé þess óskað.
- Leiga er greidd samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, greitt er fyrir hvern byrjaðan dag á leigutímabili. Leiga getur breyst samkvæmt gjaldskrá á útleigutímabilinu. Leigusali áskilur sér rétt til að reikna leigu samkvæmt nýrri gjaldskrá er hún hefur tekið gildi þegar búnaði er skilað.
- Leigutaki skal vera lögráða einstaklingur eða félag/stofnun.
- Búnaðurinn ásamt fylgihlutum er afhentur af leigusala yfirfarinn og hreinn og í góðu ásigkomulagi, sem leigutaki hefur kynnt sér og samþykkt. Leigutaki hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð búnaðarins. Leigutaki skal sjá um allan rekstur búnaðar á meðan hann hefur hann á leigu, s.s. þrif og grunnviðhaldi* o.þ.h. Að öðrum kosti sæta viðhalds- og/eða þrifagjaldi þegar búnað er skilað
- Leigutaki ber ábyrgð á að leigubúnaður ásamt fylgihlutum sé notaður á réttan hátt, t.d. ekki noti hann þyngri notendur en búnaður er vottaður fyrir.
- Leigutaki ber fulla ábyrgð á leigubúnaði og fylgihlutum á leigutímabili ef hann tapast, honum er stolið eða tjón verður á honum meðan búnaður er í hans vörslu. Ber leigutaka að greiða að fullu andvirði leiguefnisins, auk leigu til þess tíma að uppgjör hefur farið fram.
- Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmda er kunna að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á leigubúnaði né fylgihlutum.
- Leigutaka er óheimilt að lána eða framleigja þann búnað er hann hefur á leigu nema með skriflegu samþykki leigusala.
*Með grunnviðhaldi er átt við herslu á skrúfum, róm o.s.frv sem eðlilegt er að losni við notkun.
*Ef valið er að greiða með bankakröfu bætist greiðslugjald við kröfu
*Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir staðfestingu á greiðslu á netfangið info@mobility.is
Fyrirtækjaupplýsingar:
Mobility ehf
Súlunes 20
210 Garðabæ
Sími: 7893600
Netfang: info@mobility.is
Kennitala:5805200220
Bankanr: 0370-26-580522
VSK nr: 140778