Saga Mobility

Mobility.is er rekið af Mobility ehf sem er fjölskyldufyrirtæki stofnað 2019.

Mobility ehf leggur áherslu á persónulega þjónustu og góð samskipti

Sagan á bakvið Mobility ehf

 

Mobility ehf varð til vegna Sunnu Valdísar. Þegar fjölskylda hennar fann ekki hentug hjálpartæki á Íslandi fór hún sjálf að leita lausna erlendis og flytja þær inn.

Eitt fyrsta hjólið kom frá Hollandi árið 2013. Það var endurbætt hér heima og vakti strax mikla athygli. Fólk spurði hvar svona hjól fengjust – en enginn var að bjóða þau á þeim tíma.

Árið 2019 fékk Sunna sitt Opair 3 hjól og síðan þá hafa feðginin hjólað saman nær daglega, allt að 40 km á dag stóran hluta ársins. Þessi reynsla varð til þess að fjölskyldan hóf innflutning á hjólum frá Van Raam í Hollandi og Mobility ehf varð að veruleika.

Mobility óx hratt. Fyrirtækið opnaði sýningarsal í Urriðaholti árið 2021, flutti í stærra húsnæði í Urriðaholtsstræti 24 árið 2022 og styrkti teymið jafnt og þétt. 

Svanberg kom inn sem inn sem sölustjóri árið 2021 og árið 2025 bættist Unnur í teymið sem iðjuþjálfi. Viktor Snær sér svo um auglýsingar og vefsíðuna 

Í dag leggur Mobility áherslu á lausnir sem auka lífsgæði, sjálfstæði og gleði – ekki bara virkni. Að auki leigir fyrirtækið út hjálpartæki og styður við AHC samtökin sem vinna að rannsóknum á sjúkdómnum.

Samfélagslegur stuðningur

 

Mobility styður við Góðvild og AHC samtökin sem vinna með rannsakendum um allan heim í því að finna meðferðir við sjúkdómnum.