Um Okkur

Mobility.is er rekið af Mobility ehf sem er fjölskyldufyrirtæki stofnað 2019.

Mobility ehf leggur áherslu á persónulega þjónustu og góð samskipti

Sagan á bakvið Mobility ehf

Foreldrar Sunnu Valdísar voru í vandræðum með að finna hjálpartæki á Íslandi sem hentuðu hennar þörfum og þurftu því að finna og flytja sjálf inn þær vörur sem hentuðu Sunnu.

Eitt af þessum vörum var hjólastólahjól sem þau fundu notað í Hollandi árið 2013.

Teitur Jónasson vinur fjölskyldunnar gaf Sunnu hjólið í fertugsafmælisgjöf og Sigurður pabbi Sunnu fór til Hollands, sótti hjólið og komi því til Íslands þar sem hjólið var bólstrað uppá nýtt hjá Ragnari Valssyni og Flying Viking setti á það rafmótor.

Þegar að feðgin fóru að nota hjólið var mikið verið að spyrja þau út í hjólið og hvar væri hægt að kaupa svona hjól en á þeim tíma var enginn að flytja slík hjól inn.

Það skemmtilegasta sem Sunna gerir er að hjóla á Opair 3 hjólinu sínu sem Sunna fékk árið 2019 með aðstoð nágranna þeirra Jóhannesar og Kristjönu og hjóla þau feðginin nú um 40 km á dag, alla daga vikunnar nema yfir háveturinn.

Það var svo nokkrum árum seinna að fjölskyldan fór að flytja inn hjólin frá Van Raam í Hollandi að úr varð Mobility ehf.

Í dag býður Mobility upp á flestar lausnir fyrir hreyfiskerta og alltaf nýjar vörur að bætast í úrvalið en Mobility leggur sérstaka áherslu á nýjar og skemmtilegar lausnir. 

Þess utan þá leigir Mobility út hjálpartæki.

Mobility byrjaði í 60 fm iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbænum en opnaði svo sýningarsal í Urriðaholtinu í Garðabæ árið 2021 og flutti svo í Urriðaholtsstræti 24 þann 1. júlí 2022. 


Sunna Valdís

Sunna Valdís er er greind með AHC sem er flóknasti taugasjúkdómur sem vitað er um. Hann lýsir sér í lömunar og krampaköstum auk þroskaskerðingar, hreyfiskerðingu, einhverfu ofl. 


AHC samtökin framleiddu heimildarmynd um sjúkdóminn sem heitir Human Timebombs og hefur verið sýnd víða og er notuð sem kennsluefni í háskólum beggja vegna Atlantshafsins. 

www.humantimebombs.com 


Samfélagslegur stuðningur

Mobility styður við AHC samtökin sem vinna með rannsakendum um allan heim í því að finna meðferðir við sjúkdómnum.