Trekinetic GTE
Trekinetic GTE
Trekinetic GTE er léttasti utanvega rafdrifni hjólastóll í heimi
Þessi margverðlaunaði hjólastóll fer þangað sem þú vilt fara.
Með því að nota nýjustu tækni frá Formúla 1 kappaksturbílum þá hefur GTE verið hannaður til að gera það sem venjulegir rafdrifnir hjólastólar munu aldrei geta gert og það er að fara utan vegar og eins og í Formúlu 1 þá er léttara alltaf betra
Hjólastóllinn er hannaður af Mike Spindle sem vann áður sem verkfræðingur fyrir Formúlu 1 kappakstur
Þó svo að stóllinn sé sérstaklega gerður fyrir utanvega akstur þá er hann einnig hentugur fyrir venjulega notkun
Verð er frá 2.399.000 kr með vsk miðað við gengi 1.1.2021
Aðeins bestu fáanlegu efni eru notuð í GTE sem gerir hann bæði léttan og sterkan
Karbon fíber undirstöður ásamt karbon fíber sæti sem heldur vel utan um notandann
Stóllinn vegur í grunngerð aðeins 34kg (með rafhlöðu) sem gerir hann að léttasta utanvega rafdrifna hjólastól í heimi.
GTE er með sérhönnuðum gasdempara sem gerir ferðina þægilegri
GTE er með 24v 120w mótora í sitthvoru framhjólinu en hámarkshraði er stilltur fyrir 6km/klst
Stýripinninn er með 5 stillingar
Hægt er að leggja stólinn saman fyrir flutninga