Mini Crosser X-CAB
Mini Crosser X-CAB
Couldn't load pickup availability
Beygjuradíus: 165cm
Mini Crosser er ekki bara hefðbundinn rafskutla heldur er Mini Crosser rafskutla sem getur tekist á við nánast hvaða landslag sem er. Rafskutlurnar eru framleiddar eftir pöntun í Danmörku af Medemagroup sem hefur framleitt rafskutlur síðan 1980. Rafskutlurnar eru sérstaklega smíðaðar með norðurslóðir í huga og það er ekki að ástæðulausu að þetta eru mest seldu rafskutlur í Norður Evrópu.
X-CAB er Mini Crosser með yfirbyggingu með hurðum, gluggum, rúðuþurrku, öllum ljósabúnaði (Aðalljós, stefnuljós, bremsuljós) og hægt að fá með Webasto hitamiðstöð. Eins og Mini-Crosser er X-CAB hannað sérstaklega með norðurslóðir í huga. Yfirbyggingin veitir góða vörn í öllum veðrum og hitamiðstöðin heldur þér heitum á köldum vetradögum.
Hér eru myndbönd sem sýna ótrúlega eiginleika Mini-Crosser
Eiginleikar:
- Medemagroup hefur fjögurra áratuga reynsla af framleiðslu á rafskutlum fyrir norðurslóðir
- 2 ára verksmiðjuábyrgð á rafskutlu og 5 ára ábyrgð á grind
- Vandaðar rafskutlur framleiddar í Danmörku, hannaðar sérstaklega með norðurslóðir í huga
- Galvaniseruð grind sem þolir vel erfiðar aðstæður
- Vönduð og mjög þægileg sæti sem styðja vel við líkamann.
- Mini Crosser er til í tveimur útfærslum, X1 sem er einfaldari útgáfa og X2 sem er með stafrænu viðmóti, þjófavörn og öflugri hugbúnaði
Valmöguleikar:
-
Höldur fyrir hækjur
- Festing fyrir gólfpoka
- Sæti í ýmsum breiddum
- Leður armhvílur
- Símahaldari
- Ýmis dekk og dekkjastærðir
- Og margt margt fleira
Ath! Auglýst verð vöru er byggt á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendum viðmiðunarmyntum. Réttur er áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.











