Leiga á Alinker - Göngu og Stuðningshjóli
Leiga á Alinker - Göngu og Stuðningshjóli
Couldn't load pickup availability
Við bjóðum uppá leigu á Alinker - Göngu og Stuðningshjóli
Alinker er ný nálgun að göngu hjálpartæki sem brúar bilið milli hjólastóls og göngugrindar. Mjög hentugt tæki ef þú hefur einhverja gönguhæfni enn vantar bara smá auka stuðning. Alinker er gönguhjól með stillanlegum hnakk og stýri sem er hannað til þess að ögra staðalímynd samfélagsins á hreyfiskerðingu.
Flest hjálpartæki eru tæknilegar lausnir fyrir líkama með vandamál og leggja áherslu á að hreyfiskerðing sé “vandamál”. Alinker snýr þessari hugsýn á hvolf með því að vera hannað með því sjónarmiði hvernig viðkomandi vill lifa óháð hreyfihæfni. Stór hluti þeirra sem nota hjólastól þurfa ekki endilega á honum að halda og geta notað fæturna að einhverju leyti. Alinker hjálpar þér að halda við færninni og vera í augnhæð við fólkið í kringum þig. Listamaðurinn Selma Blair er greind með MS og hefur Alinker verið algjör bylting í hennar lífi.
Alinker er hannað af Hollendingnum Barbara Alink hér er viðtal við hana.
Eiginleikar:
- Hægt að leggja saman og taka hjól af til þess að það sé auðvelt að setja í bíl
- Stillanlegur hnakkur og stýri
- Handbremsa
- Eigum til SMALL og MEDIUM til útleigu
- Small: Innanfótamál 68-80 cm
- Medium: Innanfótarmál 80-89 cm
- Þægilegt í notkun, öruggt og einstök lögun grindarinnar gerir hjólið mjög stöðugt
- Til notkunar bæði innandyra og utandyra
- Alinker er bæði skemmtilegt og áhugavert
Leiguverð:







