Van Raam Chat fyrir tvo farþega
Van Raam Chat fyrir tvo farþega
Couldn't load pickup availability
Chat Rickshaw er tilvalið fyrir fjölskylduna eða eldri borgara
Með Chat getur einn notandi hjólað með tvo farþega. Sá sem hjólar hefur gott útsýni fyrir framan sig sem og góða yfirsýn með farþegum. Chat er sérstaklega hentugt í þeim tilgangi að hjóla með einstaklinga sem ekki geta hjólað sjálfir af ýmsum ástæðum. En geta þá samt sem áður notið útiverunar og fá þá upplifun að hjóla. Chat er með rafmagni sem gerir það að verkum að auðvelt er að hjóla með jafnvel tvo farþega. Hjólið er með rafaðstoð "Lunch control" til þess að taka af stað þetta getur verið afar hentugt þegar taka þarf á stað í brekkum. Með rafmagninu er einnig hægt að bakka sem kemur sér afar vel í litlu rými.
Chat hefur oft verið kallað "Rollzinn" í Rickshaw hjólunum af ýmsum gagnrýnendum.
Staðalbúnaður:
- Hjólið er 8 gíra
- High Tork hljóðlátur rafmótor
- Diskabremsur
- Keðjuhlíf
- Belti fyrir farþega
- Stöðubremsa
- Handbremsa
- Ljós að framan og aftan
- Stillanlegt stýri
- Stýrisdempari
- Tveir litir í boði: Appelsínugulur eða rauður
- Lás og bjalla
- Fimm ára ábyrgð á ramma
Eiginleikar:
- Góðir aksturseiginleikar
- Auðvelt aðgengi fyrir farþega
- Rafmagnsaðstoð til að taka af stað
- Stillanleg fótaplata
- Hægt að bakka hjólinu
- Hver hjólatúr er upplifun
- Farangursgeymsla undir sæti
Valmöguleikar:
- RAL litur að eiginn vali
- Hækjuhöldur
- Töskur á bögglabera
- Fjöðrun á hnakk
- Ábreiða yfir fætur fyrir farþega
- Canopy regn og sólhlíf
- Speglar
- Beltavesti fyrir farþega
- Stuðningsstöng fyrir farþega
- Stefnuljós
- Auka afturljós
Uppgefið verð er miðað við grunnútgáfu. Endanlegt verð ræðst af völdum aukahlutum og gengi við greiðslu.
Öll hjólin frá VanRaam eru sérsmíðuð fyrir notandann og er afgreiðslutími því í samræmi við það eða að jafnaði 8 til 10 vikur frá pöntun.
Til að bóka prufu og mátun á hjóli vinnsamlegast sendu póst á info@mobility.is
Ath! Auglýst verð vöru er byggt á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendum viðmiðunarmyntum. Réttur er áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.
















