Skip to product information
1 of 12

Carbon Overland - göngugrind frá byACRE

Carbon Overland - göngugrind frá byACRE

Verð kr129,900 ISK
Verð Útsöluverð kr129,900 ISK
Útsala Uppselt
m/vsk
Litir

Vandaðar, skemmtilegar og flottar grindur frá Danska framleiðandanum byACRE. Rammi grindarinnar er úr trefjaplasti og eru þær því léttar og þægilegar í notkun. Carbon Overland göngugrindin er sérstök að því leitinu til að hún er með stórum dekkjum með lofti sem gefa aukin þægindi í notkun á ójöfnu yfirborði.

Grindin er afar hentug við Íslenskar aðstæður þar sem aðstæður geta verið mjög breytilegar. Göngugrindurnar frá byACRE eru hannaðar með aðkomu sjúkraþjálfara og sérstaklega hugsaðar til þess að bæta stöðu og göngulag notanda.

Handföngin eru einstök að því leitinu til að þau snúa í raun öfugt sem fær notandann til að ganga nær grindinni í réttari stöðu enn hefðbundnar göngugrindur. Þetta stuðlar að bættri líkamsstöðu og getur þannig dregið úr eymslum, streitu og verkjum  sem stafa af misbeitingu líkamans.

Tæknilegar upplýsingar:

Þyngd: 6,7 kg
Hæð á handföngum:
85-95 cm
Hámarksþyngd notanda: 150 kg
Lengd: 73 cm
Grip til að bremsa:
6.2 cm
Breidd: 68 cm
Breidd samanbrotin:
25 cm
Setbreidd: 46 cm
Sethæð: 62 cm
Þvermál hjóla: 25 cm

2ja ára ábyrgð, lífstíðarábyrgð á ramma ef þú skráir grindina á heimasíðu byACRE

Eiginleikar:

 • Mjög létt vegur aðeins 6,7 kg
 • Hámarksþyngd notanda: 150kg
 • Trefjaplasts rammi sem er 5x sterkari enn stál og er með lífstíðarábyrgð
 • Hægt að leggja saman með einu handtaki sem auðveldar flutning
 • Handföng sem snúa fram, þetta stuðlar að góðri líkamsstöðu
 • Auðvelt að stilla hæð á handföngum með einum hnapp
 • Innbyggðar bremsur í ramma, stílhrein og falleg hönnun
 • Kemur samsett og tilbúin til notkunar
 • Falleg og hagnýt hönnun sem hvetur þig áfram

Valmöguleikar:

 • Göngugrindina er hægt að fá í tveimur mismunandi litum: Brúnu og grænu
 • Mikið af aukahlutum í boði s.s. Ferðapoki, bakstuðningur, innkaupapoki, ýmsar töskur á grind og festing fyrir staf
 • Lítil taska fyrir helstu nauðsynjar fylgir með

 

Ath! Auglýst verð vöru er byggt á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendum viðmiðunarmyntum. Réttur er áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.
Skoða allar upplýsingar