Skip to product information
1 of 2

The Perfect Lift - Færslunet Standard m/bekken

The Perfect Lift - Færslunet Standard m/bekken

Verð kr69,900 ISK
Verð Útsöluverð kr69,900 ISK
Útsala Uppselt
m/vsk

Færslunetið er létt, fyrirferðarlítið og þægilegt net sem er hannað til þess að færa einstaklinga á auðveldan og þægilegan hátt á milli staða. 

Þetta Commode færslunet er með gati svo hægt sé að færa einstakling beint á salerni eða salernisstól. 

Færslunetið er hannað þannig að 2-6 einstaklingar geti á auðveldan hátt fært til einstakling í nánast hvaða aðstæðum sem er. 

Netið er 450g að þyngd og auðvelt að leggja saman

Netið er vatnsþolið

Netið heldur að að 136kg 

Netið er fullkomið fyrir ferðalög og auðveldar td. færslu milli hjólastóls og flugsætis. 

The Perfect Lift var hannað af Dana Edwards sem er móðir Tanner. Tanner er greindur með Duchenne sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. Þar sem Tanner getur ekki lengur gengið þá var orðið erfitt fyrir hann og fjölskylduna að sinna daglegum verkefnum og Tanner var stöðugt hræddur um að detta þegar að verið var að færa hann milli hjálpartækja. Einnig var erfitt fyrir hann að komast í sundlaugina þar sem það var ekki lyfta eða fara í heimsóknir þar sem aðgengi var slæmt. Móðir hans hannaði því hina Fullkomnu Lyftu sem hefur slegið í gegn út um allan heim.  

Færslunetið er fullkomið í neyðartilvikum

Þegar að upp koma neyðartilvik eins og td. á fjöllum þá kemur færslunetið sér vel og þá sérstaklega Neyðarnetið 

Íþróttir: 

Færslunetið getur komið sér vel í sundlaugum þar sem ekki eru lyftur og í öðrum íþróttum þar sem þarf að færa hreyfiskerta einstaklinga til

 Á heimilum: 

Að færa til hreyfiskertan einstakling frá td rúmi að stól eða inni á baðherbergi getur verið erfitt en þar getur færslunetið hjálpað til. 

Skoða allar upplýsingar